Mig langar að segja ykkur aðeins frá skólanum mínum, kostum hans og göllum.
Kostirnir eru að það eru skemmtilegir kennarar, við höfum marimba sem er alveg frábært, fimleika og íþróttahús. Skólastofurnar eru fínar en það er aðeins of kalt inni í þeim flestum, nema í náttúrufræðistofunni. Borðin eru fín en stólarnir mættu vera betri, það er vont fyrir bakið að hafa hart stólbak. Það mætti láta púða á stólbökin. Það er kominn tími á nýjar tölvur þar sem þær eru orðnar mjög gamlar og hægvirkar, sérstaklega í tölvuverinu. Mér finnst að það ætti að skipta sundinu þannig, að stelpur eru eftir áramót og strákar fyrir, eða öfugt. Frekar að hafa 3 tíma í leikfimi en sund, okkur finnst skemmtilegra í leikfimi en sundi. Af hverju má ekki að hafa hálfa önn í sundi? Við eigum að fá glaða og hressa kennara. Mig langar að minnast á þörfina á skápum. Það fer eftir því hvaða vikudagur er en taskan getur verið mjög þung, sérstaklega þegar við þurfum að koma með tölvur og gera verkefni í þeim. Töskurnar geta verið svo þungar suma daga, að manni verður illt í bakinu að burðast með þær. Þess vegna væri fínt að taka alla snagana, sem eru á göngunum, og láta skápa í staðinn. Við gætum geymt allar skólabækurnar í þeim. Þegar við eigum að koma með tölvuna okkar væri gott ef við þyrftum bara að koma með hana í staðinn fyrir að koma með allar bækurnar. Ég væri líka til í að fá fjölbreyttara nám, ekki alltaf að vinna í bókunum. Við gerum stundum uppbrotsdaga, hópverkefni og eitthvað sniðugt en það mætti vera meira. Dimmuborgir er mjög góður kostur fyrir krakkana á unglingastiginu. Þar er hægt að horfa á myndir eða þætti, fara í fótboltaspil og pool. Einnig er gaman að vera þar þegar falla niður tímar eða þegar það er eyða, þá er er hægt að gera svo margt eins og að liggja undir teppi uppi í sófa og hafa það kósý. Það þyrfti að láta gardínur fyrir gluggana þar, því ef það kemur sól þá sést ekki neitt á sjónvarpið. Það er algjör snilld að hafa nemendaráð því það er gaman að hafa öðruvísi daga. Eitt annað sem mætti bæta er maturinn. Það þarf að vanda sig aðeins meira við matinn, því ef við vöndum okkur meira við matinn því betra.
Til að gera Giljaskóla að enn betri skóla þarf að bæta hluti eins og matinn, stólana og hitann í stofunum til að gera þennan skóla miklu betri.
Valgerður Sigurbergsdóttir, 9. JAB