Sem nemandi í Giljaskóla stend ég mig oft að því að pæla hvað er gott og slæmt í skólanum, auðvitað er enginn staður fullkominn. Giljaskóli er samt sem áður alveg mjög fínn skóli, en það er alltaf hægt að bæta eitthvað. Hér á eftir ætla ég að skrifa smá pistil um hvað má bæta í skólanum og hvað er gott við hann.
Ég er búinn að vera í Giljaskóla frá því í 1.bekk, þannig að ég þekki hann nú alveg. Og finnst mér hann mjög fínn, gaman að hafa skólann líka á þremur hæðum. Kennararnir eru mjög svo skemmtilegir og flestir reyna oft að fara út fyrir bóklega námið ef þeir geta. Stundum er nefnilega gott að gera eitthvað nýtt og öðruvísi annað heldur en bóklegt. Mötuneytið er oftast mjög fínt, það er að segja maturinn. Mér persónulega finnst matsalurinn frekar í minni gerðinni. Stundum er röðin eftir mat komin hringinn. Já hann er frekar lítill en auðvitað kostar það mikla peninga að stækka matsalinn. Annars er maturinn bara mjög fínn, reyndar mætti í færri skipti vera fiskur. En þegar öllu er á botninn hvolft er bara gott að borða fisk. Svo er það eitt sem fer alveg rosalega í taugarnar á mér, það er þessi blessaða regla í skólanum okkar, að ekki megi fara úr matsalnum og þaðan í félagsmiðstöðina. Þegar maður spyrst fyrir hversvegna þessi regla er þá er fátt um svör. Einu svörin sem ég fæ allavega eru þau, að verið er að bera marga diska úr eldhúsinu á þessari leið og einu sinni voru krakkar á hlaupum þarna og rákust í diska sem fóru allir í gólfið. Eftir það var þessari leið lokað. Mér finnst að aftur megi opna fyrir leiðina, nemendur passa sig þá bara á því að hlaupa ekki í gegn. Ég held að flestir myndu passa sig miklu betur ef þessi regla yrði opnuð aftur. En auðvitað er margt alveg rosalega gott við skólann, hann er frábær og reynir sífellt að verða betri. Mér finnst líka alveg frábært að hafa stundum uppbrotsdaga á föstudögum, þegar að unglingastigið gerir eitthvað allt öðtuvísi heldur en hefðbundna kennslu. Rosalega gaman að brjóta upp kennsluna svona, mæli með að því verði haldið áfram. Einnig er snilldin ein að hafa vinnutíma á mánudags – og föstudagsmorgnum. Sem maður getur nýtt sér til dæmis þegar er mikið heimanám. Það er frábært að fá möguleika á að læra heimanámið í skólanum. Hvet ég því Giljaskóla til þess að halda því áfram.
Annars er Giljaskóli alveg frábær skóli og vonandi verður hann það svo sannarlega áfram. Svo er allt miklu skemmtilegra ef maður er jákvæður. Nú er ég nokkurn veginn búinn að koma mínu á framfæri um skólann, hann er í sjálfu sér frábær skóli á hárréttri braut. Þessi skóli mun sennilega verða nánast fullkominn í framtíðinni, Giljaskóli þarf bara bæta hitt og þetta og þá er þetta komið. En eins og ég sagði í hugleyðingum mínum áðan, þá er alls enginn fullkominn.
Sigurður Már Steinþórsson 9.JAB