GILJASKÓLI

Ég er í Giljaskóla og ég ætla að segja ykkur hvað mér finnst skemmtilegast, hvað er gott og hvað má bæta.

Ég byrjaði í 1. bekk í Giljaskóla og nú er ég kominn í 9 bekk. Giljaskóli er mjög fínn skóli, skólastofurnar eru mjög fínar en stólarnir mega vera betri. Ég er skráður í hádegismat alla daga í skólanum og maturinn er alveg fínn. Betra væri samt að hver bekkur ætti að fá að ráða einstöku sinum hvað þeir vilja hafa í matinn í skólanum. Ég er mjög sáttur við að við erum komin með íþróttahús. Það er miklu betra því þá þurfum við ekki að taka rútu út í Síðuskóla til að fara í íþróttir. Íþróttirnar eru mjög skemmtlegar og flestar valgreinarnar í skólanum eru skemmtilegar. Mér finnst gott að geta farið í Dimmuborgir og farið í pool og borðtennis eða horft a sjónvarpið ef það fellur niður tími eða þegar það eru frímínútur. Mér finnst samt vanta betra sjónvarp í Dimmuborgir. Að mínu mati hefur mér alltaf fundist heimanámið alltof mikið. Flestir eru í skóla til tvö en sumir eru í skólanum til fjögur, sumir eru í vinnu og á æfingum svo þér hafa varla tíma til að læra eða vera með vinum. Svo eru það tölvurnar í skólanum, mér finnst að það eigi að endurnýja þær því þær eru hægar og stundum kemst maður ekki inn í þær. Mér finnst líka gott að skólinn sé við hliðina á mér því þá tekur stuttan tíma að labba í skólann. Svo er ég sammála öllum að það vanti skápa í Giljaskóla því að á unglingastigi eru nemendur með fleiri bækur enn á yngsta stigi og miðstigi og sumir nemendur fá stundum verki í axlir og bakið.

Heilt yfir er Giljaskóli mjög góður skóli með fleiri kosti en galla og ég vona að hann haldi áfram að vera góður skóli.

Eyþór Daði Eyþórsson 9.SD