Að venju stóð UFA fyrir 1. maí hlaupi. Ekki eru veitt verðlaun fyrir fyrstu sætin en veittar eru viðurkenningar til skóla sem eiga flesta þátttakendur. Nemendur í Giljaskóla voru fjölmennastir í flokknum„skólar með fleiri en 100 nemendur“ og fengu farand- og eignabikar að launum. Oddeyrarskóli vann bikarinn í fyrra en þá var í fyrsta skipti keppt í tveimur flokkum (fleir en 100 nemendur og færri en 100 nemendur). Nokkra hlaupara vantar á myndina en það voru ánægðir krakkar sem tóku við bikarnum. Að sjálfsögðu ætlum við að fá farandbikarinn aftur að ári!
Á heimasíðu UFA má lesa fleiri fréttir tengdar 1. maí.