Gjaldfrjáls námsgögn fyrir skólabörn á Akureyri

Akureyrarbær mun veita skólabörnum í grunnskólum bæjarins gjaldfrjáls námsgögn frá og með hausti 2017. Í þessu felst að nemendum verði útvegað skólagögn þ.e. stílabækur, reikningsbækur, blýanta og tilheyrandi. Foreldrar þurfa áfram að útvega skólatösku, íþróttaföt og sundföt. Foreldrar eru hinsvegar hvattir til að nýta ónýttar bækur og ritföng sem liggja inn á heimilum en námsgögnin verða geymd í skólunum og þurfa nemendur að nota sín eigin skriffæri þegar kemur að heimanámi. Sjá nánari frétt hér sem Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs skrifar.