Í tilefni af 35 ára afmæli Umhyggju, félags langveikra barna, ákvað stjórnin að styrkja 10 stofnanir víðsvegar um landið með peningagjöfum.
Umyggja gaf sérdeild Giljaskóla 400.000 krónur og er styrkurinn veittur til þess að bæta og endurnýja aðbúnað og námsgögn.
Ragna K. Marinósdóttir framkvæmdarstjóri Umhyggju kom og afhenti gjöfina í gær 28. apríl 2016. Jón Baldvin skólastjóri, Andrés Lúðvík nemandi í sérdeild og Ragnheiður þroskaþjálfi í sérdeild tóku á móti styrknum. Við þökkum Umhyggju kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.