Gralið afhent

Leitinni að Grenndargralinu er lokið. Það voru þeir Natan Dagur Benediktsson og Þórður Tandri Ágústsson úr 10. SA í Giljaskóla sem fundu Gralið þetta árið. Þeir eru því sigurvegarar í Leitinni að Grenndargralinu árið 2014. Þetta er annað árið í röð sem Giljaskóli sigrar í Leitinni. Síðastliðinn vetur fundu Bergvin Leif Garðarsson og Patrik Orri Jóhannsson Gralið.

 

Viðurkenningar voru veittar fyrir framúrskarandi árangur Í Leitinni mánudaginn 1. desember á sal skólans. Viðurkenningar fá þeir sem klára þrautirnar tíu. Alls fengu 18 þátttakendur úr fjórum skólum viðurkenningu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Við sama tækifæri fengu sigurvegararnir Gralið afhent formlega á sal Giljaskóla. Myndin er tekin við það tækifæri.

 

Við óskum Þeim Natani og Þórði sem og Giljaskóla til hamingju með sigurinn.