Nemendur í unglingadeild Giljaskóla hafa skrifað greinar að undanförnu. Brynjar Karl Óttarsson íslenskukennari hafði samband við Akureyri vikublað og ritstjóri blaðsins tók vel í að birta greinar eftir krakkana. Síðan þá hafa birst sex greinar í blaðinu. Þessi greinaskrif leiddu til þess að Daníel Andra nemanda í 10. bekk var boðið á Alvara málsins (ráðstefnu í Norræna húsinu um læsi), sem einum af sex aðalfyrirlesurum.
Á þessari síðu má lesa blaðagreinar nemenda og á slóðinni: http://www.akureyrivikublad.is/wp-content/uploads/2012/02/07-2012.pdf bls. 12-13 er viðtal við Brynjar Karl.