Greinaskrif nemenda

Nemendur okkar á unglingastigi Giljaskóla eru duglegir að skrifa greinar af ýmsu tagi sem birtast opinberlega. Greinaskrifin eru hluti af ritunarhluta í íslenskunámi nemenda. Markmið með skrifunum er m.a. að þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun. Auk ritunar eru framsögn og lestur þættir sem lögð er sérstök áhersla á. Unnið er eftir ákveðinni hugmyndafræði sem verið er að þróa í skólanum undir heitinu Giljaskólaleiðin. Heimasíða skólans birtir reglulega greinar sem ýmist fjalla um skólann og skólalífið eða önnur hugðarefni unglinga. Vert er að benda á  heimasíðu Grenndargralsins, www.grenndargral.is, en þar eru reglulega birtar greinar eftir nemendur sem fjalla um málefni nærsamfélagsins. Greinarnar má finna undir liðnum Héraðsfréttir. Þá hafa nokkrar greinar birst á vefmiðlunum www.akureyri.net og www.visir.is.

Hér má sjá dæmi um afrakstur nemenda í vetur.

http://www.giljaskoli.is/is/frettir/aukum-hreyfingu-i-skolum

http://grenndargral.is/?p=2845

http://www.akureyri.net/frettir/2015/02/01/gangbrautir-i-giljahverfi/

(http://www.visir.is/eru-skodanir-unglinga-omarktaekar-/article/2015150309306)

http://www.n4.is/is/thaettir/file/ungur-feministi

Fyrir hönd Giljaskólaleiðarinnar,

Brynjar Karl Óttarsson og Steinunn Kristín Bjarnadóttir.