Grunnskólamót UFA í frjálsum íþróttum var haldið í vikunni 19. - 23. maí í Boganum.
Það var keppt í 4. - 7. bekk í langstökki, spretthlaupi, 600 metra hlaupi, boðhlaupi og reiptogi.
Giljaskóli lenti í eftirtöldum sætum:
4. bekkur lenti í 2. sæti
5. bekkur lenti í 3. sæti
6. bekkur lenti í 1. sæti
7. bekkur lenti í 4. sæti
Samtals vitum við ekki enn hvar við lentum í heildarstigakeppninni. Það er gaman að geta þess að allir árgangar stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar í einu öllu.
Áfram Giljaskóli !
kveðja, íþróttakennarar