Hafragrautur

Í Giljaskóla er nú framreiddur hafragrautur fyrir nemendur áður en skólatími hefst.  Ennfremur geta nemendur í unglingadeild fengið graut í fyrstu frímínútum á morgnana. 
Allir geta mætt í grautinn og er hann tilbúinn uppúr hálf átta á morgnana.  Hefur þetta mælst vel fyrir og eru ýmis tilbrigði við grautinn svo sem kanel og sykur, rúsínur og jafnvel lauma sumir súkkulaðimolum í hann.   Gerð var könnun á því fyrir áramót á því hvort áhugi væri hjá nemendum að gera þessa tilraun og er útkoman orðin að veruleika.  Fram að þessu eru þetta um 130 -140 nemendur sem nýta sér að mæta í grautinn.  Þetta er nemendum að kostnaðarlausu.


Fleiri myndir hér