Hátíðarhöld á Ráðhústorgi 29. ágúst

Miðvikudaginn 29. ágúst fagnar Akureyrarbær 150 ára afmæli sínu. Af því tilefni munu leikskóla- og grunnskólabörn bæjarins koma saman á Ráðhústorgi kl. 10:00. Nemendur Giljaskóla munu leggja af stað fótgangandi frá skólanum um kl. 9:30 að undanskildum nemendum í 1. og 2. bekk sem fara með strætó. Ýmis atriði verða í boði á Torginu á meðan samkomunni stendur. Ber þar hæst afhending nemenda á mósaíkverki til bæjarbúa sem bæjarstjóri Akureyrar mun veita viðtöku. Nemendur í leik- og grunnskólum unnu verkið á vordögum 2012 en einn fulltrúi úr hverjum skóla mun taka þátt í afhendingunni. Dagskrá lýkur um kl. 11:00 en þá verður boðið upp á skúffuköku og mjólk. Áætlað er að hátíðarhöldunum ljúki um eða fyrir kl. 12:00. Nemendur eru hvattir til að klæðast  einkennislit skólans en litur Giljaskóla er bleikur.