Hausthátíð Foreldrafélags Giljaskóla var vel sótt. Margir tóku áskoruninni um að mæta í búningum og voru veitt
þrenn verðlaun fyrir búninga. Auk búningakeppninnar voru sett upp stöðvar s.s. hoppukastalar, smíðavinna og andlitsmálun
og töfradrengurinn Einar Einstaki mætti á svæðið og sýndi listir sínar. Marimbasveit Giljaskóla spilaði nokkur lög og það
skapaði óneitanlega karnivalstemningu. Veitingar voru í boði foreldrafélagsins en voru í umsjá 10. bekkja. Boðið var upp á vöfflur,
kornstangir, djús og kaffi.
Kærar þakkir fyrir samveruna.
Stjórn foreldrafélagsins