Þann 13. nóvember, komu þrír bæjarfulltrúar í heimsókn. Þeir voru með opinn viðtalstíma fyrir nemendur þar sem þeim gafst kostur á að ræða þau málefni sem þeim brennur á hjarta. Heimsóknin var liður í viðburðum vegna viku barnsins sem haldin var hátíðleg vegna 30 ára afmælis Barnasáttmálans. Nemendur skólans stóðu sig með prýði, þau voru rokkstjörnur! Meðal málefna sem voru rædd, voru umhverfismál, samgöngur, jafnt aðgengi að tómstundum, sorphirðumál og aðstaða til leikja. Sjá meðfylgjandi mynd.
Nemendur Giljaskóla tóku einnig þátt í loftbelgja verkefni í tilefni viku barnsins. Þá fengu allir nemendur skólans loftbelg þar sem þeir gátu skrifað sínar óskir. Loftbelgjunum var síðan safnað saman og Ungmennaráð Akureyrarbæjar afhenti bæjarstjóranum við formlega athöfn. Sjá frétt hér (https://www.akureyri.is/is/frettir/um-tvo-thusund-athugasemdir-barna-til-baejarstjora?fbclid=IwAR0pMY8rpfiXb6-6661z25ZZ_GmzAeGSnHj7wVNHPcSMrXAe4I8ahIlL-5k). Reiknað er með að sett verði upp sýning þar sem loftbelgirnir verði til sýnis.