Hlaupið heim - til styrktar Kristjáns Loga, sérdeildar og barnad. SAk

Fé­lag­arn­ir Óskar Jak­obs­son og Gísli Ein­ar Árna­son ætla hlaupa dag­ana 3 –11. júlí frá Reykja­vík til Ak­ur­eyr­ar yfir Sprengisand, eða um 45 – 50 kíló­metra á dag í níu daga. Þetta gera þeir til að vekja at­hygli á stöðu lang­veikra barna og safna í þrjá sjóði, meðal ann­ars í sjóð Kristjáns Loga sem er nemandi hér í Giljaskóla.

Verk­efnið geng­ur und­ir nafn­inu Hlaupið heim. Nánari upplýsingar um þetta verkefni má finna á heimasíðu mbl.

Fé­lag­arn­ir skora á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga að leggja þeim og styrkt­ar­sjóðnum Hlaupið heim lið með frjáls­um fram­lög­um. Áheit­in af Hlaup­inu Heim munu renna í hjálp­ar­tækja­sjóð Kristjáns Loga, til sér­deild­ar Gilja­skóla og Barna­deild­ar Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri.

Banki: 0565-14-404427
Kt:141005-3750