Húnaferð 6.bekkjar

Mánudaginn 29. ágúst fór 6. bekkur ferð með Húna II. Veðrið var eins best verður á kosið, sól og logn. Þegar búið var að fara yfir öryggisatriði og fræða okkur svolítið um lífríkið í sjónum fengum við að renna fyrir fisk. Við veiddum mjög mikið og á endanum þurftum við að fara að sleppa þeim fiskum sem við veiddum. Á dekkinu var maður sem slægði og flakaði fiskinn og sýndi okkur innyflin, sem fór reyndar misvel í mannskapinn.

Meðan verið var að þrífa dekkið var okkur boðið niður undir þilfarið til að fræðast frekar um fiskana í sjónum. Að lokum var aflinn grillaður og okkur boðið að smakka. Meðfylgjandi myndir segja meira en þúsund orð og einnig má finna þrjú myndskeið. Svo bendum við á Facebook síðu Húna II en þar eru einnig myndir frá ferðinni okkar.

 

Frábær ferð í alla staði með frábærum krökkum :)