Ég hef verið að fara yfir allar greinarnar sem nemendur hafa skrifað og birtar hafa verið á heimasíðu Giljaskóla. Ég hef tekið eftir því að það hafa komið fram margar góðar hugmyndir um allskonar hluti sem mætti bæta í Giljaskóla. Mér persónulega finnst þær flestar mjög góðar og að vel ætti að vera hægt að græja þær. En af einhverri ástæðu er ekki hlustað á þessar hugmyndir og finnst mér það algjör synd.
Ég velti því fyrir mér hvort starfsmenn skólans séu eitthvað að íhuga þessar hugmyndir yfir höfuð? Þarna eru hugmyndir frá 2011 sem gætu vel verið búnar að bæta skólann mikið núna eins og t.d. þessir blessuðu skápar sem alveg er hægt að finna pláss fyrir. Einnig eru stólarnir í stofunum á efstu hæð sem flestallir eru orðnir lélegir. Þeir eru bara mjög óþægilegir og maður fær í bakið af þeim. Þá var ein frábær hugmynd um að fá sjálfsala í skólann fyrir bæði nemendur og kennara sem myndi innihalda hollt og næringaríkt nestisfæði t.d. skyr og skyrdrykki. Með þessum sjálfsala myndi skólinn líka mögulega fá smá klink til baka. Þetta ætti að geta orðið eins og fyrrverandi nemandi skólans orðaði það „ win win dæmi“ . En að öðru. Það eru glösin í skólanum sem hafa mikið verið í umræðunni þessa dagana þegar þessi grein er skrifuð. Glösin í skólanum eru stundum skítug og það þarf að laga það því það er ekki geðslegt að vera að drekka vatn úr óhreinu glasi. Giljaskóli er annars rosalega góður skóli og er greinilega að standa sig vel, allavega miðað við allan þann fjölda af kennurum frá öðrum skólum sem eru að koma og skoða skólann í hverri viku.
Ef við tökum þetta allt saman þá er kannski bara hægt að hlusta meira á nemendur og gera eithvað úr því sem þeir eru að koma með varðandi hugmyndir til að bæta skólann og svo kannski bara fá nýja uppþvottavél sem þrífur glösin betur.
Halldór Mar Einarsson 10.JAB