Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2011

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ

 

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2011

Innritun í dagskóla er rafræn og verður sem hér segir:

Forinnritun nemenda í 10. bekk

21. mars til 1. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1995 eða síðar). Nemendur fá bréf frá ráðuneytinu með veflykli og leiðbeiningum afhent í grunnskólunum. Ráðuneytið hvetur nemendur eindregið til að taka þátt í forinnrituninni.

Innritun annarra en 10. bekkinga

4. apríl til 31. maí

Innritun eldri nemenda (fæddir 1994 eða fyrr) sem ekki eru nú í framhaldsskóla eða ætla að skipta um skóla. Umsækjendur fá veflykil á menntagatt.is.

Lokainnritun nemenda í 10. bekk

16. maí til 9. júní

Lokafrestur 10. bekkinga til að innrita sig eða breyta umsóknum úr forinnritun. Einkunnir umsækjenda verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla þann 11. júní.

Starfsbrautir fyrir fatlaða

nnritun á starfsbrautir er ekki rafræn og henni lauk 28. febrúar síðastliðinn. Þeir sem ekki hafa þegar sótt um geta þó sent viðkomandi framhaldsskóla skriflega umsókn til 1. apríl næstkomandi. Stefnt er að afgreiðslu allra umsókna á starfsbrautir fyrir lok apríl.

Nánari upplýsingar eru veittar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og á menntagatt.is.

 

Mennta- og menningarmálaráðuneyti,  19. mars 2011

 

menntamálaráðuneyti.is