Íþróttahús og fimleikasalur

Við ætlum að skrifa um hversu gott það er að hafa íþrótta- og fimleikahús á skólalóðinni. Áður en við fengum þetta flotta og góða íþróttahús þurftum við að labba fram og til baka í Síðuskóla til að fara í íþróttir. Á veturna löbbuðum við í hnéháum snjó og mættum stundum seint í tíma. Núna erum við komin með þetta stórglæsilega íþróttahús. Við fáum stundum að fara í fimleikasalinn en það væri enn betra ef við fengjum að fara oftar í hann. Fimleikahúsið okkar er það fullkomnasta á landinu. Það er frábært að æfa í því. Áður æfðum við alltaf í Glerárskóla og vorum svo sem alveg góð í fimleikum. Eftir að við fengum nýja húsið hefur okkur hins vegar farið mikið fram. Tækin í fimleikahúsinu hafa gert okkur kleift að æfa önnur og betri stökk. Það er líka gott að fá ný áhöld í íþróttahúsin því þessi sem við notuðum voru orðin gömul, götótt og sum slitin. Hvað skólahreysti varðar þá er mjög gott að við skulum eiga upphýfinga-, dýfu- og armbeygjutæki til að æfa okkur. Það væri rosa gott ef til væri hraðabraut þar sem krakkar úr öllum skólum gætu farið og æft sig og haft gaman. Vonandi gefur Akureyrarbær grunnskólabörnum á Akureyri hraðabraut í afmælisgjöf í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins. Annars er nú ekkert sem við getum sett meira út á skóalnn okkar þar sem hann er svo góður.

Selma Hörn Vatnsdal  8. EGÞ

Erna Karen Egilsdóttir 8.EGÞ