Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir krakka í grunnskólum. Í Giljaskóla er að finna marga kosti varðandi hreyfingu og líka marga galla sem hægt væri að bæta.
Í Giljaskóla eru íþrottir kenndar tvisvar í viku fyrir alla nemendur skólans. Mér finnst kostur við það að tímarnir eru kynjaskiptir bæði í íþróttum og sundi á unglingastigi. Samt finnst mér íþróttatíminn frekar stuttur vegna þess að upphitun tekur langan tíma. Mikilvægt er að hita vel upp til að koma í veg fyrir meiðsl og annað slíkt. Einnig fer stundum hluti af tímanum í að ganga frá í salnum og þá er ekki mikill tími eftir til að fara í leiki og prófa nýjar og fjölbreyttar íþróttir. Þá væri gaman að lengja íþróttatímann um 20 mínútur eða hafa íþróttir einu sinni í viku og vera þá í staðinn í tvöföldum tíma.
Píptest finnst mér ekki nauðsynlegt aðallega vegna þess að fólk æfir mismunandi íþróttir og hefur það mikil áhrif á þolið. Krakkar eru líka kvíðnir vegna þess að þeir eru hræddir um að þeim verði strítt ef þeim gengur ílla. Píptest gengur út á það að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma. Krakkar hafa endað á sjúkrahúsi vegna mikillar ofkeyrslu í prófinu og þess vegna finnst mér ónauðsynlegt að hafa prófið.
Þá er komið að sundinu. Það er kennt allt árið um kring, einu sinni í viku. Mér finnst unglingastigið ekki þurfa eins mikla kennslu eins og nemendur í 1-7 bekk vegna þess að þá eru krakkarnir orðnir syntir. Nóg væri að hafa sundtíma annaðhvort fyrir eða eftir áramót vegna þess að áhuginn á sundi er alveg farinn hjá eldri krökkum og sumir farnir að skrópa. Einnig finnst mér 10 mínútur of lítill tími í klefanum eftir sund. Strákar eru vissulega sneggri en stelpur og þurfa þeir oft að bíða eftir stelpunum. Flestar stelpur fara í sturtu, þrífa á sér hárið, þurrka sér, græja sig, greiða sér og klæða sig á 10 mínútum. Það er frekar mikil pressa því annars fer rútan á undan manni og maður verður seinn í næsta tíma.
Þetta voru kostir og gallar í Giljaskóla sem mér finnst geta bætt. Eins og ég sagði að meiri tími í sundklefum, lengri tími í leikfimi myndi hjálpa mikið í því að gera skólann okkar að betri skóla.
Aníta Mary Gunnlaugsdóttir Briem 8. HJ