Íþróttavalgreinar

Ég ætla að hrósa íþróttavalgreinum sem Giljaskóli hefur að bjóða. Mér persónulega finnst þær frábærar því að þær eru svo fjölbreyttar. Í valfögunum fyrir unglingastigið er hægt að velja margar valgreinar sem eru fyrir íþróttir.

Þarna eru valgreinar eins og knattspyrnuskóli Þórs sem er æfing með 3.flokki karla. Einnig eru þarna boltaíþróttir sem eru kenndar í Íþróttahöll Akureyrar. Þar er farið í helstu boltaíþróttirnar og helstu boltaleikina. Þú getur líka valið Crossfit. Þar leggja þeir áherslu á að verða betri í þoli, þreki, styrk, liðleika, afli, hraða, samhæfingu, nákvæmni, snerpu og jafnvægi. Það er einnig hægt að velja íþróttafræði.  Þar er farið létt yfir flest allar íþróttir, bæði þær vinsælu og minna þekktu. Svo eru líka bóklegir tímar þar sem er farið yfir íþróttaslys, mataræði og þjálfunarfræði. Sumir tímarnir eru líka kenndir á stöðum eins og Golfklúbbi Akureyrar, Skautahöllinni og júdósalnum í Sunnuhlíð. Svo er líka hægt að velja heilsurækt á Bjargi. Þar fara tímarnir fram á Bjargi þar sem nemendunum er kennt hvað er í boði á líkamsræktarstöðvum. Þarna er líka kennt hvernig þú verður betri í þoli og þreki. Svo getur þú líka valið líkamsræktina Átak. Þar eru sömu/svipaðar áherslur og á Bjargi, nema þarna fara tímarnir fram í Átaki. Einnig er hægt að velja körfuboltaskólann. Þetta er skóli fyrir unga og áhugasama körfuboltakrakka. Þarna er einfaldlega lögð áherlsu á að verða betri í körfubolta og að lesa leikinn. Í boði er líka val sem nefnist  útivist og hreyfing. Þar er í boði mikil hreyfing fyrir þá sem vilja. Í þessu vali er farið í langar gönguferðir og langar hjólaferðir! Svo kenna þeir þér nokkrar góðar göngu- og hjóla leiðir í nágrenni við bæinn. Síðan er farið upp í Hlíðarfjall á gönguskíði, skíði og bretti. Síðan en ekki síst er Yoga. Þar er fólki er kennt hvernig yoga varð til og hvernig yoga getur hjálpað þér með streitu og kvíða.

Núna er ég búinn að nefna allar valgreinarnar sem tengjast íþróttum af einhverju tagi sem eru í boði ef þú ert nemandi í Giljaskóla. Að mínu mati eru sumar skemmtilegri en aðrar. Ég mæli sérstaklega með íþróttafræði sem er bæði fjölbreytt og skemmtilegt.

Alexander Örn  Pétursson 9.RK