Af hverju eru próf í leikfimi? Eru þau til þess að athuga hvort krakkar eru í góðu eða slæmu formi? Mér finnst próf eins og píp test tilgangslaus. Píp test er fyrir fullorðna menn sem eru að æfa sig fyrir maraþon og dómara sem eru að æfa sig til þess að hlaupa í fótboltaleikjum.
Af hverju fær maður einkunnir út frá prófunum sem verða síðan hluti af aðaleinkunninni? Mér finnst það pínulítið skrýtið vegna þess að maður getur verið rosalega góður og virkur í íþróttatímum en síðan verið rosalega lélegur í prófum. Af hverju eru líka einkunnirnar lesnar upphátt fyrir hópinn? Aðrir nemendur hafa engan rétt á að vita mínar einkunnir. Það mætti líka hafa fjölbreyttari og lengri íþróttatíma og hafa þá oftar kannski þrisvar sinnum í viku. Eða þá að hafa hvern íþróttatíma sextíu mínútur þess háttar fyrirkomulag yrði þá t.d. bara í sjöunda bekk og á unglingastigi. Í sundi mætti líka hafa leiktíma einu sinni í mánuði þannig að við gætum farið í kíló, boðhlaup/sundhlaup eða skotbolta. En þetta eru leikir sem við erum í íþróttum en íþróttatímarnir eru miklu fjölbreyttari en sundtímarnir.
Mér finnst líka að unglingastigið ætti ekki að þurfa að fara í sund. Maður kann alveg að synda þannig að maður þarf ekki á sundkennslu að halda. Í staðinn fyrir sund gætum við frekar haft fleiri íþróttatíma. En ég ætla að hrósa fyrir það að við fáum nú miklu meiri tíma eftir sund til þess að þurrka á okkur hárið en áður. Íþróttirnar eru rosalega skemmtilegar og upphitunin er hvorki of mikil eða of lítil. Það væri samt fínt ef við gætum kannski farið aðeins oftar í fimleikasalinn. Við gætum líka kannski tekið einhver tímann heilan mánuð í að kynnast nýjum íþróttum t.d. handbolta,blaki,badminton,tennis og ýmsum öðrum íþróttum.
En með því að hafa fleiri íþróttatíma og fjölbreyttara sund þá fara krakkar kannski meira í sund og það væri hægt að kynnast fleiri íþróttum og ef til vill prófa þær ef manni líst vel á þær. En þegar litið er á heildarmyndina þá held ég að Giljaskóli sé mjög góður skóli og verður vonandi enn betri eftir nokkur ár.
Guðrún Birna Örvarsdóttir 8.RK