Á Bolludaginn, þ.e. mánudaginn 11. febrúar var uppbrotsdagur haldinn í Giljaskóla sem við höfum kallað Karnivaldag. Þetta er annað árið í röð sem slíkur dagur er haldinn og gekk hann vel eins og í fyrra.
Þessi dagur er þannig að öllum bekkjadeildum er skipt upp í 18 hópa, þar sem krakkar úr öllum árgöngum eru saman í hverjum hópi. Hóparnir vinna síðan saman allan daginn í mismunandi verkefnum bæði í skólahúsnæðinu og í íþróttahúsinu. Eitt af aðalmarkmiðum dagsins er að krakkarnir kynnist krökkum af öðrum aldursstigum og hjálpi og vinni með öðrum en þau eru vön dagsdaglega á hefðbundnum skóladögum.
Eins og búist var við þá stóðu krakkarnir sig með prýði og dagurinn var skemmtilegur.
Þess má geta að það er hægt að sjá fjölmargar myndir á heimasíðunni frá deginum.