Knattspyrnumót unglingadeilda grunnskólanna á Akureyri

Knattspyrnumót unglingadeilda grunnskólanna á Akureyri fór fram í Boganum í dag, fimmtudaginn 15. september.

Þar mættu allir grunnskólar á Akureyri og þreyttu keppni við hvorn annan. Skipt var í flokka eftir kynjum, í 8. 9. og 10. bekk.  Keppnin er sett upp þannig að allir sem vilja taka þátt og aðrir eru stuðningsmenn. Yfirmarkmiðið er að brjóta upp hefðbundið skólastarf á skemmtilegan hátt og lofa krökkum úr öllum skólum að hittast.        Giljaskóli tók þátt í öllum flokkum og stóð sig með sóma, sigraði meðal annars í flokki 9. bekkja drengja og lenti í öðru sæti í flokkum 9. bekkja stúlkna og 10. bekkja drengja.

Myndir hér.

Kveðja,

Íþróttakennarar