Ég er búin að vera í Giljaskóla síðan í 2 . bekk og finnst skólinn vera alveg ágætur. Auðvitað hefur hann sína kosti og galla eins og aðrir skólar .
Það er mjög oft verið að kvarta yfir því að töskurnar séu of þungar, stólarnir vondir, tölvurnar bilaðar og fleira. Af hverju er ekkert gert í þessu? Það er búið að vera að kvarta yfir þessu í nokkur ár en ekkert er gert í þessu. Við vitum alveg að það þarf mikinn pening til að laga þetta en við krakkarnir og unglingarnir erum ekki að ætlast til þess að það sé allt lagað í skólanum okkar. En er ekki allavega hægt að laga einn af þessu göllum?
Við þurfum að nota mikið dót í skólanum og töskurnar eru mjög þungar sem er ekki gott fyrir bakið á okkur krökkunum. Stólarnir eru líka mjög óþægilegir og maður getur ekkert setið lengi í þeim.
Mér finnst vera kostur að við fáum að fara í íþróttir tvisvar í viku. Við höfum frábæran íþróttakennara, hann Einvarð og líka mjög flottan íþróttasal. Ég held að flestum krökkum og unglingum finnist gaman í íþróttum.
Svo eru líka valgreinarnar. Við fáum að velja okkur einhverjar 4 valgreinar sem við förum í eftir skóla til dæmis, leiklist, stærðfræði stuðnings, ræktin, marimba og miklu fleira. Þeir sem eru í íþróttum geta líka fengið það sem metið val annað, hvort einfalt eða tvöfalt, og þá þarf maður ekki að fara í eins margar valgreinar. Í staðinn þarftu bara að mæta á æfingar .
Er ekki komin tími til að gera eithvað í þessum vandamálum? Flestir eru orðnir þreyttir á því að hafa þungar töskur og vonda stóla. Giljaskóli hefur sína kosti og galla. Vonandi verður gert eitthvað í göllunum sem fyrst .
Krista Björg Rúnarsdóttir 10. JAB