Óhófleg tölvunotkun er mikið í fréttum og allskonar fólk kemur saman í umræðuþáttum og talar um vandamál eins og þetta. En er þetta eitthvað til þess að æsa sig yfir? Þurfum við að hafa áhyggjur? Tölvunotkun er ekki slæm en eins og flest annað er hún óholl í miklu magni. Hver þekkir ekki að mamma eða pabbi segi að ef maður muni ekki hætta í tölvunni fái maður ferköntuð augu? Steriotýpa tölvufíkilsins er maður í dimmu herbergi með ferköntuð augu og ekkert annað ljós en það sem kemur frá tölvuskjánum.
Mörg góð verk er hægt að vinna í tölvum. Til dæmis öll vinna í myndvinnslu, pistlar, ritgerðir og fréttir. Ef tölvur væru ekki til væri t.d. erfiðara að gefa út Fréttablaðið og Moggann hvern einasta dag. Það má segja að allt atvinnulíf nú til dags sé tengd tölvum á einn eða annan hátt. Það eru vísinda- og rannsóknarmenn sem vinna hvern einasta dag að því að gera tölvur ennþá öflugri en þær eru í dag. Í dag er mikill hluti þekkingar mannkyns vistaður á tölvum um allan heim. Margar þessara tölva eru tengdar internetinu og það gerir vísindamönnum kleift að leita í öllum þessum upplýsingum þegar þeir eru að vinna að rannsóknum. Þannig að það er engin ein tölva sem geymir allar þessar upplýsingar eins og margir halda.
En eru þá einhver vandamál tengd tölvum? Já, öll mál hafa fleiri en eina hlið. Vandinn er meðal annars sá að fólk er að eyða alltof miklum tíma í að hanga í tölvum í stað þess að vera úti að leika sér, vera með fjölskyldunni eða einfaldlega lesa bók. Eitt af því sem getur gerst er að fólk einangrist félagslega ef það eyðir of miklum tíma í tölvum. Það er meðal annars vegna þess að fólk getur þóst vera hver sem er á netinu og flúið raunveruleikann og oft á tíðum reynist erfitt fyrir viðkomandi að höndla hið raunverulega og hversdagslega líf. Tölvuleikirnir geta líka hertekið fólk og sumir vita ekki hvað er raunverulegt og hvað ekki. Svo er því miður ýmislegt sem bendir til að þeir sem spila skotleiki séu í meiri hættu á því að verða ofbeldishneigðir eða jafnvel morðingjar. Í Bandaríkjunum gerðist það til dæmis að strákur drap samnemendur sína í skólanum með öflugum skotvopnum. Ef við hættum að nota tölvur myndi fullt af vísinda- og rannsóknarmönnum missa vinnuna. Og ekki bara þeir heldur allir sem vinna í tölvum eða koma að tölvuvinnu einhverskonar. Þá þyrftu allir sem þurfa að leita sér upplýsinga að fara á bókasafnið í stað þess að fara inn á Google eða Wikipedia. Störf yrðu aftur eins og þau voru áður en tölvurnar komu til sögunnar. Sumir myndu segja að það væri til hins betra en aðrir til hins verra.
En hvað er til ráða? Það sem er hægt að gera er að reyna að minnka tölvunotkunina. Við getum einungis breytt þessu sjálf, sem einstaklingar. Það er enginn annar sem segir okkur að hætta, við verðum að taka ákvörðunina sjálf. Of mikil tölvunotkun fólks er ekki góð en sumir verða að vera í tölvum vinnu sinnar vegna. Það er vegna þess að tölvur eru svo mikilvægar nú til dags. Við verðum að sætta okkur við að tölvurnar eru smátt og smátt að taka við af bókunum. Mér finnst samt bara gott að hafa tölvurnar en það er kannski út af því að ég nota þær mikið. Aðal vandinn er að við erum að eyða of miklum tíma fyrir framann tölvuskjáinn og erum að verða feitari en nokkur sinni fyrr vegna kyrrsetu við tölvuna. Látum tölvuna vinna með okkur en ekki á móti.
Veigar Þór Jóhannesson 10. BKÓ
Greinin er unnin upp úr málstofuverkefni sem nemendurr 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatilbúnu málþingi í skólanum í febrúar.