Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, dró út í gær, 8. mars, vinningshafa í þriðja lestrarátaki Ævars vísindamanns en börnin sem tóku þátt í átakinu lásu yfir 63 þúsund bækur á tveimur mánuðum.
Krakkarnir fimm sem voru dregnir út verða gerðir að persónum í nýrri bók Ævars, Gestum utan úr geimnum, sem kemur út með vorinu. Einn vinningshafinn er úr Giljaskóla, Elenóra Mist í 6. bekk og hinir eru Alexander Ferro úr Hörðuvallarskóla, Alexander Máni úr Fellaskóla, Anna úr Seljaskóla og Embla Maren úr Lágafellsskóla
Við óskum þeim innilega til hamingju.
Frétt tekin af mbl.is
Heimasíða Ævars