Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið - vinningshafar

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, dró út í gær, 8. mars, vinn­ings­hafa í þriðja lestr­ar­átaki Ævars vís­inda­manns en börn­in sem tóku þátt í átak­inu lásu yfir 63 þúsund bæk­ur á tveim­ur mánuðum.

Krakk­arn­ir fimm sem voru dregn­ir út verða gerðir að per­són­um í nýrri bók Ævars, Gest­um utan úr geimn­um, sem kem­ur út með vor­inu.  Einn vinningshafinn er úr Giljaskóla, Elenóra Mist í 6. bekk og hinir eru Al­ex­and­er Ferro úr Hörðuvall­ar­skóla, Al­ex­and­er Máni úr Fella­skóla, Anna úr Selja­skóla og Embla Mar­en úr Lága­fells­skóla

Við óskum þeim innilega til hamingju.

Frétt tekin af mbl.is

Heimasíða Ævars