Líf og fjör hjá 10. bekk

Nú styttist í annan endann á skólagöngu nemenda í árgangi 2005. Þau hafa átt annríkt í vetur við að afla fjár fyrir útskriftarferð sem farin verður fyrir skólalok. Í síðustu viku héldu þau vel heppnuð böll fyrir yngri nemendur skólans og undir lok þessarar viku var haldin árshátíð hjá unglingastigi skólans. Stuttmyndasýningar voru haldnar, en nemendur unglingadeildar vinna árlega handrit að stuttmyndum og búa til stuttmyndir. Ýmis verðlaun voru veitt eftir stuttmyndasýningu. 

Árshátíðin var með breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Fyrst var kvöldverður nemenda 10. bekkjar með starfsfólki og svo var haldið ball sem var bundið þeim takmörkunum að einungis 100 nemendur máttu sækja það. Því var ekki unnt að bjóða nemendum annarra skóla að þessu sinni. Ballið var samt sem áður vel heppnað, nemendur skemmtu sér vel og stóðu nemendur 10. bekkjar sig frábærlega í öllum undirbúningi og frágangi.


Á dögunum fóru svo nemendur 10. bekkjar austur fyrir Vaðlaheiði og dreifðu áburði og birkifræjum og gróðursettur birkiplöntur við gangnamunna Vaðlaheiðarganga. Sjá frétt og myndir á fb síðu Vaðlaheiðarganga.