Miðvikudaginn 24. apríl var foreldrum í 4. bekk boðið að koma í skólann og hlusta á nemendur 4. bekkjar flytja ljóð og sögur í tengslum við litlu upplestrarkeppnina. Nemendur höfðu æft sig í upplestri með umsjónarkennurum sínum og svo var sett upp sýning þar sem nemendur lásu ljóð, sögur og svo sungu þau saman tvö lög.
Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur í 4. bekk í Giljaskóla taka þátt í þessari keppni sem er eins konar undanfari upplestrarkeppninnar sem haldin er í 7. bekk um land allt. Nemendur voru mjög áhugasamir og fannst mikið til þess koma að lesa fyrir foreldra sína úr púlti og fara eftir þeim leiðbeiningum sem þau höfðu æft varðandi fallegan og skýrann upplestur.
Kæru foreldrar, takk kærlega fyrir komuna og hér má sjá myndir.