Litlu jólin í Giljaskóla

 

Litlu jólin eru á dagskrá mánudaginn 20. desember.  Að þessu sinni er áætlað að tvískipta hópnum. 

Fyrri hópurinn á að mæta kl. 9:00  og er áætlað að  þau verði búin um kl. 10:30.
Seinni hópurinn kemur svo kl. 10:00 og er áætlað að þau verði búin um kl. 11:30
Allir mæti við sínar heimastofur.

Í fyrri hópnum verða eftirtaldir bekkir; 1. GS/LS, 2.TB, 3.SLR, 5.KMÞ, 6.RK, 7.AH, 8.IDS, 9.SA og  10. EGÞ.
Í seinni hópnum verða eftirtaldir bekkir; 1.MBG, 2.EE, 3.VD, 4.bekkur, 5.UV, 6.KS, 7.HJ, 8.BKÓ, 9.KJ, 10.SKB og sérdeild.

Frístund verður opin frá 7:45 og allan daginn eins og venjulega.

Mánudaginn 3. janúar sem er starfsdagur kennara verður Frístund lokuð til kl.12.30.

Skólinn hefst svo aftur eftir jólaleyfi nemenda þriðjudaginn 4. janúar kl. 8:00.

Starfsfólk Giljaskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarf á árinu sem er að líða.