Litlu jólin eru á dagskrá þriðjudaginn 20.des. Að þessu sinni er áætlað að tvískipta hópnum.
Fyrri hópurinn á að mæta kl. 9.00 og er áætlað að þau verði búin um kl 10.30.
Seinni hópurinn kemur svo kl.10.00 og er áætlað að þau verði búin um kl. 11.30.
Allir mæti í sínar heimastofur.
Í fyrri hópnum verða eftirtaldir bekkir; 1.bekkur, 2.LS, 3.EE, 4.SLR, 6.UV, 7.AH, 8.EGÞ, 9.IDS, 10.SA, sérdeild.
Í seinni hópnum verða eftirtaldir bekkir; 2.GS, 3.TB, 4.VD, 5.bekkur, 6. KMÞ, 7.RK, 8.SKB, 9.BKÓ, 10.KJ
Frístund verður opin frá 7.45 og allan daginn eins og venjulega.
Mánudaginn 2.janúar verður Frístund lokuð.
Þriðjudagur 3. janúar er skipulagsdagur kennara, Frístund opnar kl.12.30.
Skólinn hefst svo aftur eftir jólaleyfi nemenda miðvikudaginn 4. janúar kl. 8.00.