Mér finnst rúllukerfið hér í Giljaskóla mjög gott. Mér finnst þó eins og það mætti hafa það þannig að hver og einn fengi að fara í flestar rúllur sem hann vill fara í. Ekki einhverjar sem manni finnst ekkert gaman í. Við eigum svo að velja ca. 10 sem okkur langar til að fara í. Við fáum afhent eyðublað sem inniheldur alla valmöguleika, það er að segja allar þær rúllur sem eru í boði. Við setjum svo númer í samræmi við það hversu mikið okkur langar til að fara í þær, númer 1 við þá sem okkur langar mest í, númer 2 við þá sem okkur langar næst mest og svo framvegis. Við fáum svo seinna að vita í hvaða rúllur við förum.
Stundum hefur það komið fyrir að við þurfum að fara í rúllur sem við völdum ekki eða settum mjög neðarlega á listann en fáum ekki það sem við völdum sem fyrsta eða annað val. Til dæmis er ég búinn að fara í bakstur, hönnun og smíði og Tauþrykk. Næst fer ég í Prjón og hekl. Bakstur gengur út á það að kennarinn, hún Alda Björk Sigurðardóttir, dreifir uppskriftum með því sem við eigum að baka í annað hvort tveggja eða þriggja manna hópum. Mér fannst alveg ágætt í bakstri og sérstaklega af því að maður fékk að borða það sem maður bakaði. Eftir bakstur fór ég í hönnun og smíði þar máttu smíða það sem þú vilt ef það er mögulegt. Kennararnir sem sjá um það heita Ingvar Engilbertsson og Guðmundur Hákonarsson. Í hönnun og smíði smíðaði ég mér hlaupahjólaramp sem ég nota heima hjá mér í garðinum. Hönnun og smíði er uppáhalds rúllan mín hingað til. Þar á eftir fór ég í tauþrykk. Það gengur út á það að við búum til okkar eigin form og stimplum á taupoka sem við fáum í skólanum. Ég gaf mömmu pokann sem ég bjó til. Mér fannst alveg ágætt í tauþrykk. Næst fer ég í prjón og hekl sem ég valdi ekki og langar hreint ekki í.
Í stuttu máli þá vil ég koma því á framfæri að mín skoðun er sú að ef það er verið að bjóða upp á val í skóla yfirhöfuð þá finnst mér að það ætti að vera þannig að maður fái að fara í það sem maður velur sjálfur. Ekki að það verði þannig að það séu einhverjir aðrir sem velja fyrir mann. Mér finnst eins og að það mætti sérstaklega athuga það að unglingar fari ekki í eitthvað sem þá langar ekki til að fara í af því að ef maður er að gera eitthvað leiðinlegt þá eru meiri líkur á að maður geri lítið sem ekkert í því. Það er frábært að hafa val um það sem maður lærir í skólanum. Best væri ef það væri alltaf þannig að maður fengi að fá að fara í það sem maður valdi þegar það er hægt.
Bjarni Veigar Kristjánsson
8.SKB
Giljaskóli