Nú er ég komin í 8.bekk og ég ætla að fjalla um að fara af miðstigi upp á unglingastig.
Ég ætla að fjalla um hvað mér fannst erfiðast, skemmilegasta, hvað breyttist, hvað varð bera, verra og mart fleira.
Mér fannst frekar mikið stökk að koma á efsta stig. Til dæmis voru kennarnir alltaf að passa upp á skóladótið okkar á miðstigi. við vorum oftast í sömu stofunni eins og bara hjá umsjónarkennaranum. Við geymdum skóladótið okkar í skólanum í skúffu, möppunni okkar eða í gámunum okkar og þurftum ekki að taka til í skólatöskuna fyrir hvern einasta skóladag. Það var ekki svona mikil heimavinna og eins voru færri próf og stór verkefni.
En á efsta stigi er margt öðruvísi en á miðstigi. Til dæmis þarf maður alltaf að vera að skipta um stofu og það er þessi kennari í íslensku og annar kennari í samfélagsfræði. Núna erum við vinna eitt verkefni með 9. og 10. bekk og þá er pínu skrýtið að vera yngstur en samt bara gaman að vinna með þeim og kynnast þeim aðeins betur. Núna er skólinn af sjálfsögðu erfiðari en þegar ég var í 7. bekk og mér finnst alveg gaman í skólanum en þegar ég kem heim að vinna heimanámið verð ég pínu þreytt á skólanum en samt finnst mér skólinn bara fínn. En það er allavega eitt frábært við efsta stig og örugglega það sem flestir hlakka mest til þegar þeir koma upp á elsta stig og það er að þá þurfum við ekki lengur að fara út í frímínútur þá fáum við bara að vera inni, við borðum heldur ekki nestið okkar lengur inni í stofunni okkar heldur förum við niður í matsal.
Sem sagt finnst mér bara ágætt að vera komin í áttunda bekk og hef engar áhyggjur en að mér eigi eftir að ganga vel uppi á elsta stigi.
Margrét Tómasdóttir 8.SKB