Dagleg hreyfing er börnum og unglingum nauðsynleg fyrir líkamlega og andlega heilsu. Hreyfing eykur líka vellíðan. Þeir sem hreyfa sig reglulega minnka meðal annars líkurnar á að fá kransæðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki af tegund 2, sumar tegundir krabbameina, stoðkerfisvandamál og geðraskanir. Næring er líka mikilvæg. Það skiptir miklu máli að borða hæfilega mikið af fjölbreyttum og hollum mat. Á unglingsárum tekur líkaminn að breytast. Sumir stækka, fitna aðrir grennast. Kyn og erfðir ráða mestu um vaxtalag. Mikilvægast er að halda sér í góðu formi og einblína ekki of mikið á þyngdina.
Margir krakkar æfa íþróttir, mis mikinn tíma á viku. Mörg íþróttafélög eru hér í bænum sem bjóða upp á fjölbreyttar greinar til að stunda. Kannanir segja að nauðsynlegt sé að hreyfa sig að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Í Giljaskóla eru tveir íþróttatímar og einn sundtími á viku, sem sagt 120 mínútur af hreyfingu á stundatöflunni. Kannanir segja einnig að offita á Íslandi sé mjög algeng. Til að koma í veg fyrir offitu barna er til dæmis hægt að auka íþróttatíma og sundtíma. Margir krakkar skilja ekki gildi íþrótta og sundtíma í grunnskóla. Mikilvægi þeirra er meira t.d. ef þú æfir engar íþróttir og þá ætti maður að geta notið þess að fá hreyfingu á skólatíma, hinsvegar ef þú æfir íþrótt eru íþróttatímar ekki alveg jafn mikilvægir. Sund og íþróttir geta verið mjög skemmtilegar en sumum finnst það einfaldlega ekki, og vilja þá ekki taka þátt. Til þess að fá alla til að taka þátt er til dæmis hægt að hafa fjölbreyttari íþróttir, eitthvað sem við höfum ekki prófað áður. Íþróttir eru mjög mikilvægar en kannanir segja að þær bæti andlega vellíðan um helming.
Allir ættu að hreyfa sig, sumir hafa ekki pening fyrir því þar sem íþróttir geta verið mjög dýrar en með því að fjölga eða lengja íþróttatíma eða sundtíma hér í Giljaskóla þyrfti enginn að hafa áhyggjur af því.
Guðbjörg Heiða Stefánsdóttir
9.SKB