Nemendur Giljaskóla syngja í miðbænum!

Föstudaginn 23. mars kl. 10:00 munu nemendur Giljaskóla taka þátt í söngstund í Skátagilinu í miðbæ Akureyrar. Tilefnið er 150 ára afmæli bæjarins í ár. Yfir 1000 börn úr fjórum grunnskólum og sjö leikskólum ætla að syngja þrjú lög. Lögin eru Akureyri og norðrið fagra, Snert hörpu mína og Krummi svaf í klettagjá.

Nemendur í 1. – 4. bekk leggja af stað með rútu frá Giljaskóla niður í miðbæ kl. 9:40. Rútan mun keyra krakkana aftur upp í skóla að söng loknum um kl. 11:00. Nemendur í 5. – 10. bekk ganga í bæinn og leggja þeir af stað frá skólanum kl. 9:00. Nemendur á unglingastigi (8. – 10. bekk) munu ganga til baka í skólann eftir að söng lýkur. Í besta falli fá nemendur í 5. – 7. bekk far með rútu í skólann eftir söng, í versta falli ganga þeir ásamt nemendum á unglingastigi.

Foreldrar og aðrir sem tök hafa á eru hvattir til að gera sér ferð í miðbæinn til að sjá og heyra krakkana syngja.