Einn nemandi úr hverjum bekk ásamt sérdeild fóru í Rósenborg fimmtudaginn 3. maí til að koma að sameiginlegu listaverki skólabarna á Akureyri í tilefni af afmæli Akureyrar. Merki afmælisins er óðum að taka á sig mynd og ætlunin er að verkið verði afhent og hengt upp í Ráðhúsinu á sjálfum afmælisdeginum 29. ágúst. Á meðan okkar nemendur voru að líma mósaikbita á verkið komu tveir starfsmenn Húsasmiðjunnar í heimsókn en Húsasmiðjan gaf efnið í listaverkið. Þeir límdu nokkra bita á verkið undir leiðsögn nemenda Giljaskóla sem voru til fyrirmyndar í einu og öllu í þessari ferð!
Myndir hér