Tilkoma aukinnar tölvu- og samskiptatækni hefur haft áhrif á heimili og vinnustaði í landinu. Börn og unglingar spjalla við vini sína á MSN, halda úti bloggsíðum og spila gagnvirka tölvuleiki við fólk út um allan heim. Oft eru þau mun þjálfaðri í þessari tækni en foreldrar þeirra sem eiga því erfiðara með að fylgjast með hvað börnin eru að gera á Netinu.
Samkvæmt foreldrakönnun SAFT telja 66% foreldra að þeir þurfi frekari upplýsingar um öryggi á Netinu. Um 20% foreldra sem eiga börn sem nota netið hafa leitað sér tæknilegra ráða varðandi netnotkunina. Um 10% hafa leitað sér uppeldislegrar ráðgjafar varðandi netnotkunina og 1% lögfræðilegra ráða. Af öllum aðspurðum telja rúm 74% mjög eða frekar mikla þörf fyrir vefsíðu þar sem á einum stað er hægt að leita sér ráðgjafar um tæknileg,uppeldisleg og lögfræðileg málefni tengd netnotkun.
Netsvar er samvinnuverkefni Heimilis og skóla, Póst- og fjarskiptastofnunar og Barnaheilla og er ætlað að gefa fólki kost á að leita sér upplýsinga varðandi Netið á einfaldan hátt og jafnframt stuðla að jákvæðri og ánægjulegri netnotkun.
Heimili og skóli - Suðurlandsbraut 24, 4.hæð - 108 Reykjavík - sími: 562 7475 - saft@saft.is Keyrir á WebEd Pro frá Hugsandi Mönnum