Ég ætla að fjalla um að fá að geyma hlaupahjól inni í skólanum og parkið í Giljaskóla.
Nú er komið park í Giljaskóla og eru því margir í Giljaskóla sem eru á hlaupahjólum og vilja fara á parkið en geta hvergi geymt hlaupahjólin á meðan þeir eru í tíma. Það eru hjólagrindur fyrir utan skólann og er þar hægt að læsa hjólum en ekki hlaupahjólum. Það væri ekki slæm hugmynd að gera geymslu fyrir hlaupahjólin inni í skólanum því ef við geymum þau úti skemmast þau. Langflest hlaupahjólin kosta mikla peninga og eru hlaupahjólin sérpöntuð frá útlöndum. Gott væri að gera einhvers konar geymslu eða snaga svo hægt væri að læsa þeim þar sem þau eru ekki fyrir.
Nú er parkið mjög vinsælt og eru því margir krakkar þar að leika sér eða hlaupa upp á pallana og renna sér niður. En þegar einhver á hlaupahjóli eða hjólabretti fer á parkið og er að renna sér og gera “trick” þá eru krakkarnir eiginlega fyrir þegar þeir standa uppi á römpunum eða eru að renna sér niður. Oft gerist það að einhver slasast og getur meitt sig illa og það vill enginn. Það væri góð hugmynd að gera stundatöflu um hvaða bekkur má fara á parkið í frímínútum eins og er á vellinum, kannski að hafa hjálmaskyldu svo það meiði sig enginn. Pallarnir eru stórir og verða mjög sleipir í rigningu og því væri fínt að gera reglu um að það megi enginn fara á parkið þegar það er blautt. Oft kemur fótbolti inn á parkið og skapar það hættu fyrir þá sem eru að renna sér niður eða upp pallana, hækka mætti veggina á vellinum svo það komi enginn fótbolti á parkið, fínt væri líka að skoða að það mætti smíða palla eða einhversskonar rail í smíðum sem hægt væri að að bæta við á parkið og gera það betra.
Hrannar Orri
9.Skb