Nýtt brettapark opnaði í Giljaskóla vorið 2015. Það var alveg frábært að fá þessa aðstöðu því fram að því þurftu krakkar úr Giljahverfi að fara alla leið í Háskólann á Akureyri eða í Lundaskóla til að komast á park.
Ramparnir sem keyptir voru á parkið eru frá Rhino Ramps. Þeir henta hjólum og hlaupahjólum vel en henta hjólabrettum ekki sérlega vel og því væri gaman ef hægt væri að kaupa fleiri rampa og bæta við á parkið, því það er alveg pláss fyrir það á svæðinu. Eins væri vel hægt að smíða fleiri rampa, rail og box í smíðum í skólanum. Boxið gæti t.d. verið smíðað úr vörubrettum og tréplötum og svo væri settur járnkantur á það. Það væri hægt að bæta svæðið enn meira með því að setja bekki þar svo krakkar gæti hvílt sig. Gaman væri að smíða bekki eða sæti, í smíðum í skólanum. Mikilvægt er að vera með umgengnisreglur á parkinu og best væri að hafa hjálmaskyldu svo enginn slasist á höfðinu. Það væri ekki slæm hugmynd að gera skilti um reglurnar á parkinu og almenna ungengni t.d. að það á að henda rusli í rusladalla og ekki sulla einhverju á rampana og að allir eigi að hjálpast að við að halda þessu hreinu og snyrtilegu og bera virðingu fyrir svæðinu. Svo þegar einhverjir eru á hjólabretti eða hlaupahjóli á parkinu þá mega krakkar ekki vera að leika sér á römpunum samtímis. Eins og t.d. að renna sér niður rampana á rassinum og hlaupa þvert yfir svæðið og í veg fyrir krakkana sem eru á hjólabrettum eða hlaupahjólum því það skapar mjög mikla slysahættu. Fótboltavöllurinn er mjög nálægt parkinu þannig að boltinn fer oft inn á parkið og getur valdið slysahættu. En annars er staðsetningin góð og það er gaman að hafa þetta við hliðina á fótboltavellinum og að þetta sé loksins komið í Giljahverfi.
Eins og ég sagði áður að þá er frábært að þessi aðstaða sé komin í Giljaskóla. En það er hægt að gera aðstöðuna mun betri með því að bæta við pöllum, reilum og boxum. Og til að halda svæðinu hreinu og fínu þurfa allir að hjálpast að og ganga vel um.
Baldur Vilhelmsson 8. HJ