Ég valdi að fjalla um pásur í tímum. Mér finnst svo erfitt að læra lengi án þess að stoppa og þá stakk ég upp á því að fjalla um pásur í tímum.
Pásur í tímum eru mjög nauðsynlegar fyrir krakka, sérstaklega fyrir unglinga! Í framhaldsskólum, eins og VMA, eru a.m.k. 5 mínútna frímínútur á milli kennslustunda. Ég meina stundum þurfa yngri unglingar pásur í tímum. Þegar þeir eru búnir að vinna í 30 mínútur án þess að stoppa eru þeir orðnir svo þreyttir og órólegir. En þegar þeir spyrja og þeim er neitað þá stoppa þeir oft að læra og fara bara að spjalla og það veldur oft pirringi hjá kennurum. Ef kennarinn hefði hinsvegar játað beiðninni og krakkarnir hefðu tekið smá frímínútur, myndi kennaranum og krökkunum líða mikið betur. Krakkarnir myndu fá meiri þolinmæði og kennarinn gæti einbeitt sér betur að sínu starfi.
Pásurnar koma líka í veg fyrir að krakkar þykist þurfa að fara á klósettið.
Þegar ég byrjaði að vinna þetta verkefni voru margir kennarar og nemendur sem vöktu athygli á þessu máli. Ég ræddi þetta við aðra krakka í skólanum og þá sem ég ræddi við voru sammála mér.
Það eiga samt að vera reglur um pásur. Of langt hlé getur valdið hávaða og ókyrrð og of stutt hlé gerir oft lítið sem ekki neitt. Þegar maður tekur pásu þarf hún helst að vera í 3-10 mínútur. Mér finnst að tími sé kominn að við gerum eitthvað í þessum málum og prófum okkur áfram.
Sum ykkar þekkja það að krakkarnir séu alltaf að biðja um að fara á klósettið, spjalla í tímum og ybba gogg. Þið kennarar úti í heimi, ykkur finnst það örugglega pirrandi. Þið verðið bara að prófa ykkur áfram og taka séns. Ykkur mun líða betur og krökkunum líka. En það sem mestu máli skiptir er að það verður vinnufriður. Takk fyrir að lesa þessi rök og hugsið þið aðeins út í þetta þarna heima.
Guðbjörg Inga Hjaltadóttir 9. KJ