Það er skammt stórra högga á milli í skólastarfinu núna. Nemendur í 10. bekk taka þátt í PISA könnun
miðvikudaginn 18. mars. Þetta er alþjóðleg menntarannsókn og er Ísland að taka þátt í þessari könnun
í þriðja skipti. Giljaskóli hefur einu sinni áður tekið þátt í PISA könnun. Þessi könnun metur hve vel
skólakerfið býr nemendur undir fullorðinsárin og einnig hve vel íslenskir nemendur eru undirbúnir fyrir nám í framhaldsskóla og
háskóla. Könnunin metur stöðu og færni nemenda í lesskilningi, stærðfræði og
náttúrufræði. Könnunin er í tveimur þáttum. Allir taka þátt í pappírskönnun um morguninn og
tekur hún um það bil þrjár og hálfa klukkustund með hléum og síðan er önnur könnun eftir hádegi sem tekur eina
klukkustund. Sú könnun er tekin á tölvur og eru þátttakendur úrtak nemenda valið af handahófi. Frá
Námsmatsstofnun kemur sérstakur prófandi til að taka könnunina.
Allir þátttakendur eiga að vera mættir í stofu 303 kl.8:30 miðvikudaginn 18. mars.
Nemendur eiga að hafa með sér blýant, penna og strokleður.
Tölvukönnunin er áætluð kl. 13:00.