Samsöngur í Giljaskóla í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar

Hátíðardagskrá í tilefni að Degi íslenskrar tónlistar var haldin í Hörpu í morgun 29. nóvember kl. 10:00. Af því tilefni fóru allir árgangar í Giljaskóla sem voru í húsi niður í íþróttahús, hlustuðu á Helga Björnsson flytja lagið ,,Húsið og ég" , af því loknu var samsöngur þar sem allir tóku vel undir.