Að undanförnu hafa nemendur 5. bekkjar verið í spennandi verkefni þar sem þau samþætta nám í stærðfræði, sköpun, náttúrufræði og grenndarnámi. Krakkarnir byrjuðu á að fá fyrirmæli um hvernig hyrning þau áttu að gera. Þau teiknuðu hann á blað og mældu ummál og flatarmál. Þau fengu síðan að vita hversu djúpt steypumótið átti að vera og þá gátu þau reiknað rúmmálið. Nemendur útbjuggu síðasn steypumót. Þeir steyptu síðan hellur, skreyttu þær og gerðu eldstæði í skógarrjóðrinu okkar.
Samhliða þessu var unnið með náttúrufræði, nemendur hlustuðu á stutt podcast um hvaða dýr lifa í skóginum. Krakkarnir gerðu svo allskonar hús fyrir dýrin í rjóðrinu. Vinnunni lauk með því að leira dýr og skrifa um þau sögu.
Við hvetjum nemendur til að bjóða foreldrum með sér í göngutúr í rjóðrið til að skoða afraksturinn!