Nemendur Giljaskóla tóku sér ýmislegt fyrir hendur í desember. Sem dæmi má nefna að barnakór Giljaskóla sem telur 40 stúlkur söng á Frostrósartónleikum og stóð sig afburða vel. Marimbasveitin Mandisa stóð sig líka ljómandi vel þegar hún spilaði í fjölskylduguðþjónustu í Glerárkirkju 19. des.
Spiladagur unglingadeildar var í desember, nemendur spiluðu félagsvist og virtust skemmta sér vel.
Feður nokkurra nemenda í Giljaskóla settu saman hljómsveit og spiluðu á litlu-jólunum meðan dansað var kringum jólatréð. Við þökkum "Pabbabandinu" kærlega fyrir skemmtunina.
Myndir frá: Frostrásartónleikum, litlu jólum, spilavist og marimbaspili