Símanotkun í Giljaskóla

Hér í Giljaskóla eru mikil símanotkun hjá unglingum í dag. Til dæmis inn á Snapchat, Instagram,  Facebook, senda sms og margt fleira.  Nemendur eru í símum í tíma hjá kennurum og líka í frítímanum til dæmis í frímínútum. Mér finnst að það eigi að minnka símanotkun í skólanum og bæta meira samskipti á  milli nemenda, til dæmis að spjalla eða spila saman í staðinn fyrir að vera í símanum. Líka svo við getum talað saman en ekki alltaf í gegnum síma t.d. þegar við hittumst  í búðinni eða úti þá erum við feimin hvert við annað því við erum alltaf bara að tala saman á snapchat eða eitthvað þannig.

Þegar ég var á miðstigi og var að ganga um skólann og fara í tíma á 3. hæð þá voru svona 20 unglingar í símunum sínum eða að horfa hjá hinum. Samt voru líka nokkrir unglingar að spjalla, læra ,lita, spila og fullt fleira. Símarnir geta líka verið hjálpartæki til dæmis í íslensku svo sem Bín sem er beygingarforrit sem er notað í íslensku og orðabók fyrir ensku og fullt fleira. Mér finnst líka að unglingarnir eigi að vera fyrirmyndir fyrir miðstig og yngsta stig í símunum því þau fara svo seinna á unglingastig og þá verða þau kannski líka alltaf í símunum sínum. Mér finnst að árið 2018 eigi símanotkunin að vera farin að minnka svolítið. Það er líka stundum pirrandi þegar maður er að reyna að einbeita sér í tímum og svo allt í einu heyrist eitthvað í símunum hjá einhverjum og þá missir maður einbeitinguna  og fer að hugsa um eitthvað allt annað.  Símarnir eiga bara að vera niðri í tösku, í úlpunni eða í skápnum á flugstillingu. Mér finnst að það eigi að vera strangari reglur á símana en samt ekki of strangar þannig að maður megi ekki hlusta á tónlist. Mér finnst allt í lagi að unglingar í dag séu í símanum en þeir mega alveg minnka notkunina svo þeir missi ekki samband við vini sína út af því að þeir eru of sokknir í símana.

Með því að minnka símanotkun held ég að samskiptin verði betri og þá  munum við ekki vera jafn feimin eða vandræðaleg við hvort annað þegar við hittumst einhversstaðar. Maður getur líka notað símana sem hjálpartæki í skólanum t.d. í íslensku og ensku og margt fleira. Mín ósk væri þannig að árið 2018 eigi símanotkunin í Giljaskóla  að vera búin að minnka smá og samskiptin meiri.

 

Alma Rós Arnarsdóttir 8.SKB