Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kom í sína árlegu heimsókn í Giljaskóla í morgun (17. feb.)
Að þessu sinni með verkið Lykilinn eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Sveinbjarnar I. Baldvinssonar.
Lesari með hljómsveitinni var Hannes Blandon og á eftir var sungið lagið Suðunesjamenn sem Ásta tónmenntakennari hefur æft með nemendum síðustu daga.

Hljómsveitarstjórinn sem og hljómsveitarmeðlimir hrósuðu nemendum Giljaskóla í hástert fyrir prúðmennsku og góðar undirtektir í söng.

Myndir hér