Þriðjudaginn 17. nóvember kom Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í sína árlegu heimsókn í Giljaskóla.
Aðeins fjórir hljóðfærarleikarar úr strengjasveit hljómsveitarinnar komu að þessu sinni og kölluðu þau þetta
“krepputónleika”. Að þessu sinni flutti hljómsveitin nokkur stutt verk á sal eftir eftirtalda höfunda.
Scott Joplin: The Entertainer
W.A. Mozart: Eine Kleine Nachtmusik (1. kafli)
Camille Saint Saëns: Karnival dýranna (svanurinn)
Benjamin Britten: Simple Symphony (Playful pizzicato)
Alexander Rybak: Fairytale
The Great Grappelli
Dmitri Shostakovich: Kvartett nr. 8 (2. kafli)
Að síðustu var nýjasta Evróvisionlagið hans Alexanders Rybak sungið og tóku nemendur vel undir, enda búnir að æfa það í
tónmennt hjá Ástu. Tókust tónleikarnir vel og enn fengu nemendur hrós fyrir hve góðir áheyrendur þau eru. Við
þökkum hljómsveitinni fyrir komuna og hlökkum til næstu heimsóknar.