SJÓNARHORN - myndmennt

Nemendur í  5. bekk lærðu um mikilvægi sjónarhorns og hlutverk þess í myndlist. Í verkefninu fengu nemendur að kynnast kúbisma en hann er af mörgum talin ein áhrifamesta listastefna 20. aldarinnar. Eitt megin einkenna hans er að viðfangsefni verksins er séð frá fleiri en einu sjónarhorni. Einn þekktasti fylgismaður, og að vissu leyti upphafsmaður stefnunnar, er Picasso. Upphaf kúbisma má þó rekja til síðari verka Cézanne en hann var einn sá fyrsti til að mála kyrralífsmyndir frá fleiri en einu sjónarhorni.

Nemendur fengu að kynnast verkum listamannanna til að kveikja áhuga og forvitni. Það sem nemendur þykir erfitt að breyta útaf vananum og sýna viðfangsefni sitt frá mörgum hliðum, var farin sú leið að mála viðfangsefnið frá einni hlið en klippa það síðan niður í búta og raða þeim upp á nýtt. Þannig verða til verk sem minna á kúbísk verk og eru ákveðin brú fyrir nemendur að kynna sér þessa einstöku hugsun.