Það er mikið um það að krakkar í Giljaskóla fara í frímínútum í Samkaup Strax Borgarbraut að kaupa sér nesti. Margir unglingar nenna ekki að búa til nesti. Kennarar og aðrir eru ekki sáttir með það að krakkar fari af skólalóð án þess að láta ritara vita. Krakkar nenna ekki að eyða tíma í það að láta ritara vita og segja honum að þeir ætli að fara niður í Strax.
Samkaup er u.þ.b 300 metra frá skólanum. Frímínútur eru ekki nema 20 mínútur og hafa þá krakkarnir ekki mikinn tíma til þess að labba fram og til baka og geta því mætt seint í næsta tíma í þokkabót. Þau hafa varla tíma til að borða. og gætu þurft að borða á leiðinni aftur upp í skóla. Ég held að öllum finnist betra að geta bara sest niður í matsalnum og borðað í rólegheitum. Þannig tökum sem dæmi krakkarnir lata ekki ritarann vita, þeir fara niður eftir, það kviknar í skólanum enginn veit um krakkana og þá fer kannski einhver fullorðinn og fórnar lífi sínu í það að leita af þeim. En af hverju ekki bara að hafa sjoppu alla daga sem selur alla þess sígildu hluti sem krakkar eru annaðhvort með í nesti eða fara og kaupa sér grillaða samloku, skyr og svala. Þetta gæti verið bæði fjáröflun fyrir 10 bekk og kostur fyrir þá sem að þurfa fara labbandi niður í Strax. Það getur lika verið slæmt að setja sjoppu í skólann ef verðið er of hátt. Þá græðir enginn og mögulega myndu vörurnar mygla og eyðileggjast, Þannig gæti skólinn tapað. Ef 10.bekkur myndi selja vörurnar og selja ódýrt yfir allt árið mynd bekkurinn græða hellings pening. Það eru 109 krakkar á unglingastigi. Ef það yrðu seldar 35 samlokur á dag í 180 daga á 100 krónur og þau myndu græða 50 krónur á hverri samloku myndi 10.bekkur græða u.þ.b. 315.000 krónur plús eitthvað annað sem yrði selt.
Krakkar nú til dags eru latir og nenna ekki að gera nesti. Samkaup er vinsæll aðkomu staður unglinga í Giljaskóla. Það væri mjög sniðugt að láta 10.bekk vera með sjoppu alla daga vikunar. Gróði 10.bekkjar myndi vera um 315.000 ef þau myndu vera með sjoppu.
Halldór Jóhannesson 9.SÞ