Í þessum pistli mínum ætla ég að fjalla um kosti og galla við Giljaskóla á Akureyri.
Gallar skólans eru til dæmis þeir að matsalurinn er skrýtinn í laginu og gryfjan í matsalnum er eiginlega tilgangslaus. Sumir hafa dottið niður í gryfjuna og meitt sig og jafnvel brotið diska og glös. Veggurinn fyrir framan kennsluálmuna þjónar engum tilgangi. Krakkar príla á veggnum og sumir detta og meiða sig líkt og í gryfjunni. Stólarnir í skólanum eru óþægilegir, glerljós í salnum kosta of mikið og tölvurnar eru lélegar. Aðalvandamál skólans eru peningarnir. Litlir peningar eru til í Giljaskóla sem gerir það að verkum að ekki er hægt að kaupa nýjar tölvur eða nýja stóla. En nú er komið af kostum skólans. Kostir skólans eru þeir að kennararnir og starfsfólkið er gott. Kennararnir eru skemmtilegir og flestir þeirra eru mjög góðir í að útskýra dæmin. Starfsfólkið er einnig skemmtilegt og það stendur sig vel í því að muna hvað börnin heita sem er mjög gott. Maturinn í skólanum er almennt séð mjög góður og það eru líka góðir nemendur í skólanum. Á ganginum uppi á þriðju hæð er kominn sófi, borð og bækur sem þú getur lesið í. Einnig er svæðið sem Giljaskóli er á stórt sem þýðir að krakkarnir hafa meira svigrúm fyrir leiki og svoleiðis. Íþróttahúsið sem var byggt fyrir rúmlega tveimur árum er mjög flott og nú þurfa börnin ekki að ganga eða hjóla í Síðuskóla til að fara í íþróttir.
Aðalatriðið er það að skólann vantar meiri pening til að kaupa þægilegri stóla og betri tölvur.
Hafþór Andri Jóhannsson 10. BKÓ